Ferill 1150. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2263  —  1150. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur um starfsmenn skatt- og tollyfirvalda.


     1.      Hve margir störfuðu hjá embætti tollstjóra á tímabilinu 2016–2019? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hve margir störfuðu hjá embætti ríkisskattstjóra á tímabilinu 2016–2019? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     3.      Hve margir störfuðu hjá sameinuðu embætti Skattsins á tímabilinu 2020–2022? Svar óskast sundurliðað eftir árum.


    Miklar breytingar hafa verið gerðar á stofnanaskipan á sviði skatt- og tollyfirvalda undanfarin ár. Árið 2019 var innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu færð frá tollstjóra til ríkisskattstjóra og í upphafi árs 2020 voru embætti tollstjóra og ríkisskattstjóra sameinuð undir heitinu Skatturinn. Árið 2021 var svo embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins lagt niður og verkefni þess sameinuð Skattinum. Í eftirfarandi töflu er að finna fjölda stöðgilda hjá embætti tollstjóra, ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og sameinuðu embætti Skattsins á árunum 2016–2022.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Vakin er athygli á því í þessu sambandi að á árinu 2020 var hafið sérstakt átak í skatteftirliti á vegum skattyfirvalda með auknum fjárframlögum sem nema 200 millj. kr. árið 2020 og 100 millj. kr. til viðbótar hvort ár 2021 og 2022. Skýrir það fjölgun starfa sem nemur 13 stöðugildum árið 2020 og síðan 3 til viðbótar árið 2021 og 5 árið 2022. Að því frátöldu hefur störfum á vegum skattyfirvalda fækkað um 22 á tímabilinu í tengslum við endurskipulagningu og hagræðingu í þessari starfsemi.